Segulljóð er skemmtilegt forrit sem virkjar sköpunargáfur notandans og kveikir áhuga á tungumálinu. Forritið er hugsað til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið.Það hentar vel til að útbúa stutt og hnitmiðuð ljóð og örsögur en má einnig nota til að semja tækifæriskveðjur til ástvina og sem kveikjur að stærri verkefnum. Segulljóð er þannig bæði frábært verkfæri við skapandi nám og skrif og gefandi tilbreyting til að dunda sér í.„Forritið Segulljóð nýtist sem hjálpartæki byrjenda og reyndari skálda til að frelsa orð úr venjulegu samhengi. Tölvan framleiðir í skipulögðu óráði efnivið til sköpunar og pælinga. Sniðugir kennarar og nemendur fá með því tæki og tækifæri til rannsókna á máli, merkingu og sköpun.”- Ingólfur Gíslason stundakennari við menntavísindasvið H.Í, doktorsnemi í menntavísindum og skáld„Ef stirt tungumál er besta verkfærið til að viðhalda aga, er Segulljóð prýðisæfing í því að berjast gegn fasisma – í versta falli skemmtilegur vettvangur til að rugla í orðum.”- Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld„Frábært app. Laðaði fram mína innri skáldkonu sem ég hélt að hefði lagt skóna á hilluna í 10. bekk.”- Íris Ellenberger sagnfræðingur„Segulljóð er afskaplega skemmtilegt app. Það er auðvelt í notkun og það skemmtilega við það er að notandinn getur gefið sér mismunandi forsendur áður en hann fær upp orðin til að vinna með. Í skólastarfi sé ég marga kosti við þetta forrit og það má nota það fyrir mjög breiðan aldurshóp.”- Árný Jóhannesdóttir bókasafnskennari„Einfalda og þægilega viðmótið í segulljóðum býr til skemmtilegt og hvetjandi umhverfi til að vinna með ljóð og texta sem auðvelt er að gleyma sér í.”- Reynir Örn Bachmann Guðmundsson kerfissérfræðingur hjá upplýsingatækndeild Landsbanka ÍslandsÍ forritinu eru átta mismunandi orðaþemu með samtals yfir 13 þúsund orðum sem öll orð hafa allar mögulegar birtinga- og beygingamyndir. Nafnorð eru bæði með og án greinis og lýsingarorð og sagnorð geta haft tugi orðmynda. Þegar hafist er handa við nýtt verkefni stillir notandinn úr hvaða orðaþemum hann vill fá orð. Einnig er hægt að stilla fjölda orða úr hverjum orðflokki. Forritið velur svo með slembivali orð úr viðeigandi pökkum til að nota við ljóðagerðina. Þegar ljóðavinnan er hafin er hægt að bæta við orðum úr öllum orðflokkum. Einnig geta þeir sem vita hvað þeir vilja bætt við eigin orðum til þess að ná að fullkomna ljóðið sitt. Útlit ljóðanna er hægt að breyta að vild, letur, litir og bakgrunnur er meðal þess sem hægt er að still nánast að vild og ná þannig fram réttu stemmingunni fyrir ljóðið þitt. Þegar ljóð er tilbúið er hægt að gefa það út á segulljod.is eða deila því á með vinum á Facebook, Twitter og með tölvupósti.Orðapakkar: ▪ Almennt ▪ Samfélag ▪ Tækniöld ▪ Borg og Bær ▪ Ævintýri ▪ Hjartans mál ▪ MargbreytileikiLitastillingar: ▪ Bakgrunnur ▪ Letur ▪ Segull ▪ Segulrönd Leturstillingar: ▪ Leturgerð ▪ LeturstærðBakgrunnsstillngar: ▪ Hægt er að vela úr fjölda bakgrunna sem fylgja með ▪ Hægt er að vela eigin myndir úr myndasafniVinnutilfinning - Eðlisfræði á/af ▪ Eðlisfræði á - Seglar rekast á og hægt er að snúa þeim að vild - Gott að nota við lokavinnu þegar verið er að ná fram réttri stemmingu ▪ Eðlisfræði af - Seglar recast ekki á og ekki hægt að snúa þeim - Gott að nota þegar verið er að velja og hópa saman orð og mynda grind af ljoðinuGerð forritsins var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna
熱門國家 | 系統支援 | 版本 | 費用 | APP評分 | 上架日期 | 更新日期 |
---|---|---|---|---|---|---|
未知 | iOS App Store | 2.31 App下載 | $2.99 | 2012-11-15 | 2015-06-04 |